01.07.2010 11:22

Ási RE 52 ex Júlíana Guðrún GK 313

Þó nokkuð hefur verið fjallað um þennan bát, meðan Ásmundur Jó í Sandgerði réri á honum kvótalausum og var að lokum innsiglaður í Sandgerði, en engin kæra löggð fram. Því miður féll Ásmundur frá, áður en kæra kæmi fram og það þó meira en ár væri síðan hann hafði verið rekinn í land og báturinn innsiglaður. Allt um þetta fyrir stuttu, þegar ég birti myndir frá Valberg Helgasyni um síðustu sjóferðina. Nú hefur báturinn hlotið nýtt nafn, sem vel gæti verið í höfuðið á Ásmundi heitnum, þó ég viti það ekki.


              5843. Ási RE 52, í Kópavogi í gær © mynd Emil Páll, 30. júní 2010