30.06.2010 12:14
Sægrímur GK 525
Menn ráku í rogastans þegar Sægrímur GK kom til hafnar í Njarðvík í morgun, því stutt er síðan hann fór vestur á Rif þar sem gera átti hann út fram að jólum á skötusel. Kom síðan í ljós að báturinn var að koma til Njarðvíkur þar sem ákveðið hafði verið að áhöfnin tæki sumarfrí.

2101. Sægrímur GK 525, kemur til Njarðvíkur í morgun © mynd Emil Páll, 30. júní 2010

2101. Sægrímur GK 525, kemur til Njarðvíkur í morgun © mynd Emil Páll, 30. júní 2010
Skrifað af Emil Páli
