28.06.2010 15:20

Skip Ramma hf.

Eftirfarandi frétt birtist í morgun á vef Ramma hf.:

Sigurbjörg ÓF 1 sem verið hefur í slipp á Akureyri síðustu vikurnar var sjósett sl. miðvikudag og voru meðfylgjandi myndir teknar þá. Hún hélt svo í Barentshaf til þorskveiða á laugardagskvöldið.

Mánaberg ÓF 42 er á blönduðum veiðum á heimamiðum, Múlaberg SI 22 á rækjuveiðum úti fyrir Norðurlandi, Jón á Hofi ÁR 42 er á humarveiðum á Selvegsbanka og Fróði ÁR 38 landaði humri í Þorlákshöfn í morgun.