25.06.2010 19:45
Vinur GK 96, fyrir og eftir brunann og í dag
Rétt áðan setti ég inn færslu um komu Vins GK 96 í Grófina rétt fyrir kvöldmat, eftir endurbætur og lengingu. Nú birti ég nú myndasyrpu sem ég hef tekið saman og sýnir bátinn fyrir brunann 30. júlí 2009, eftir brunann, þegar búið var að rífa allt það brennda og endurbætur voru að hefjast og síðan mynd af honum eins og hann er í dag.
2477. Vinur GK 96 að koma inn í Keflavíkurhöfn 2009
2477. Vinur GK 96, í Grófinni, nokkrum dögum fyrir brunann

2477. Vinur GK 96, í Grófinni, morguninn eftir brunann 30. júlí 2009
2477. Vinur GK 96, kominn inn í hús hjá Sólplasti ehf. og búið að fjarlægja allt það sem brann
2477. Vinur GK 96, í Grófinni í dag, 25. júní 2010 © myndir Emil Páll
