24.06.2010 18:00

Mikið gróinn

Sjálfsagt hafa ekki margir undrast sú sýn sem kom í ljós þegar Eldey GK 74 var komin upp í Njarðvíkurslipp. Báturinn er mjög mikið gróinn efir að hafa lengið í þó nokkur ár við bryggju, þó það sé á nokkrum stöðum, segja má því að nánast heill skógur hafi verið á sumum svæðum á botni bátsins. Hér birti ég myndasyrpu þessu til staðfestingar.










           450. Eldey GK 74, er vel gróinn eins og sést á þessum myndum © myndir Emil Páll, í Njarðvíkurslipp 24. júní 2010