24.06.2010 14:17

Síðasta sjóferðin

Fyrsti stálfiskibáturinn sem smíðaður var fyrir Íslendinga í Þýskaland, fór eftir hádegi í dag í sína hinztu sjóferð með aðstoð hafnsögubátsins Auðuns. Sú ferð var stutt eða frá Njarðvíkurhöfn að slippbryggjunni við Njarðvíkurslipp. Mun fyrirtækið Hringrás tæta hann niður eins og þeir gerðu með Valaberg II fyrr í mánuðinum, en fyrirtækið mun hafa tekið að sér að tæta niður 3 - 4 báta nú í einni lotu.
Upphaflega hét báturinn Geir KE 1 og síðan komu nöfnin Geir RE 406, Geir SH 187, Jökull SH 15, Sigurvin Breiðfjörð KE 7, Skúmur KE 122 og Eldey GK 74, en báturinn var smíðaður í Elmshorn, Vestur-Þýskalandi 1956.
Hér kemur myndasyrpa sem ég tók í dag er hann fór sína hinztu för.


        2043. Auðunn kemur að 450. Eldey GK 74 í Njarðvíkurhöfn upp úr kl. 13 í dag


                                                450. Eldey GK 74


                                                   Á leiðinni út úr höfninni


                                           Bátarnir nálgast Njarðvikurslipp


          Hinztu sjóferðinni lokið og báturinn kominn að slippbryggjunni í Njarðvík


               450. Eldey GK 74 á leið í sleðann © myndir Emil Páll, 24. júní 2010