23.06.2010 17:44

Ferð með hafnsögubát Reykjaneshafna

Eins og kom fram í morgun hér á síðunni kom til Helguvíkur norska tankskipið Brövig Breeze og tók þar 600 tonn af lýsi. Héðan fór skipið síðdegis í dag upp á Akranes að sækja lýsi og áður en það kom til Helguvíkur tók það lýsi á Neskaupstað.
Er skipið fór frá Helguvík í dag slóst ég í för með hafnsögubátnum, en skipstjórinn í þessari ferð var Jóhannes Jóhannesson og var ferðin farin til að sækja hafnsögumanninn sem leiðbeindi skipinu út úr Helguvík, en sá er síðueigandinn Karl Einar Óskarsson, betur þekktur sem KEÓ og þriðji hafnarstarfmaðurinn sem kom við sögu var Aðalsteinn Björnsson sem leysti landfestarnar. Tók ég mikið magn af myndum í ferðinni sem ég mun birta næstu daga og sennilega koma syrpur eftir miðnætti í kvöld og næstu kvöld.
Birti ég hér sex mynda syrpu sem svona smá sýnishorn af þeim myndum sem ég tók í ferðinni. En um leið og ég birti þetta þakka ég fyrir ferðina.


                            Svona lítur Keflavíkurhöfn út, þegar siglt er út


     Jóhannes Jóhannesson skipstjóri hafnsögubátsins Auðunn í þessari ferð


                                            Brövig Breeze í Helguvík


                      Aðalsteinn Björnsson, leysir landfestarnar


                    Karl Einar Óskarsson kemur úr tankskipinu og yfir í Auðunn


    Jóhannes Jóhannesson og Karl Einar Óskarsson að ferð lokinni © myndir Emil Páll, 23. júní 2010