22.06.2010 12:38

Bláfell á Ásbrú: Reynslubolti í faginu, sprautuklefi o.fl.

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni er staðsett á Ásbrú, sem er gamla Varnarliðssvæðið á Keflavíkurflugvelli, plastbátasmiðja, sem bæði framleiðir báta sem og gerir við. Fyrirtækið heitir Bláfell ehf., og eru eigendur Magnea Guðný Róbertsson og Elías Ingimarsson. Hjá fyrirtækinu starfar mikill reynslubolti í faginu, með 30 ára reynslu en hann heitir Marco. Síðar í dag eða jafnvel á morgun mun ég fjalla um þau verkefni sem nú er verið að vinna þarna eða nýlega hefur verið lokið við, en fyrirtækið hefur góðan húsakost og. t.a.m. sprautuklefa þar sem hægt er að sprauta bátanna í.


    Hér er Bláfell ehf, staðsett og utan við má sjá Fjöður GK sem strandaði á dögunum


     Elías Ingimarsson annar eiganda fyrirtækisins, en hinn er Magnea Guðný Róbertsdóttir


                                                        Marco


  Sprautuklefinn þar sem hægt er að taka báta inn til að sprauta þá, en klefinn er 30 metra langur og 5 metra breiður.


                        Séð inn í vinnslusalinn © myndir Emil Páll, 22. júní 2010