21.06.2010 20:55

Þráinn NK 70, er enn til og því orðinn 75 ára gamall

Á dögunum þegar birtar voru myndasyrpur úr búi Magnúsar Bergmanns skipstjóra sem Gylfi Bergmann sonur hans sendi mér var spurt um nafn á nokkrum bátum þ.á.m. einum með NK númeri, sem ekki þekktist. Nú er komið í ljós að báturinn er Þráinn NK 70 og birti ég því aftur myndina af honum svo og þær tvær aðrar sem ég birti af þessum báti.
Það skemmtilega er þó að umræddur bátur sem smíðaður var í Danmörku 1935 og seldur til Færeyja 1946, er ennþá til í Færeyjum 75 árum eftir að hann var smíðaður. Nánar um veru bátsins í Færeyjum síðar.


     Hér sjáum við Þráinn NK 70, fremstann í röðinni © mynd í eigu Gylfa Bergmann


                                    Þráinn NK 70 © mynd í eigu Emils Páls


             Þráinn NK 70, myndin sem ekki var vitað af hvaða báti hún væri
                                    © mynd í eigu Gylfa Bergmann

Smíðaður í Danmörku 1935 og var gerður út frá Sandgerði vetrarvertíðirnar 1937-1944.

Báturinn bar aðeins þetta eina nafn, hérlendis og var seldur til Færeyja 17. júlí 1946.