21.06.2010 17:11
Nýr björgunarbátur sjósettur með viðhöfn
Björgunarsveitin Suðurnes sjósetti í gær nýjan harðbotna björgunarbát sem fékk nafnið Njörður Garðarsson. Við sjósetninguna blessaði séra Sigfús B. Ingvarsson bátinn. Báturinn er meðal sjö öflugra björgunarbáta sem björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar festu kaup á nýlega.
Nýju bátarnir bætast við 14 björgunarskip og um 70 léttabáta sem þegar eru í eigu björgunarsveita allt í kringum landið. Það eru björgunarsveitirnar Gerpir á Neskaupsstað, Geisli á Fáskrúðsfirði, Ársæll í Reykjavík, Suðurnes í Reykjanesbæ, Björg á Eyrarbakka og Brimrún á Eskifirði sem keypt hafa bátana.
Mun hann leysa af hólmi Björgunarbátinn Jón Oddgeir sem talið var hér á síðunni að búið væri að kaupa hingað suður. Svo er ekki og verður honum skilað til Landsbjargar.

7663. Njörður Garðarsson © myndir af vf.is
Nýju bátarnir bætast við 14 björgunarskip og um 70 léttabáta sem þegar eru í eigu björgunarsveita allt í kringum landið. Það eru björgunarsveitirnar Gerpir á Neskaupsstað, Geisli á Fáskrúðsfirði, Ársæll í Reykjavík, Suðurnes í Reykjanesbæ, Björg á Eyrarbakka og Brimrún á Eskifirði sem keypt hafa bátana.
Mun hann leysa af hólmi Björgunarbátinn Jón Oddgeir sem talið var hér á síðunni að búið væri að kaupa hingað suður. Svo er ekki og verður honum skilað til Landsbjargar.

7663. Njörður Garðarsson © myndir af vf.is
Skrifað af Emil Páli
