20.06.2010 15:30

Ugla og Perla, íslenskir skemmtibátar erlendis

Á undanförnum áratug og jafnvel lengur hafa þó nokkuð margir íslendingar átt hlut í skútum eða skemmtibátum á erlendri grundu. Eru bátar þessir ýmist skráðir hérlendis eða erlendis og oftast staðsettur á Mallorka eða í Króatíu. Algengt er að allt upp í 8 einstaklingar eigi bátinn og skiptist á að vera í honum yfir sumartímann og nota eins og sumarbústað og fara á milli staða, eða liggja við akkeri á einhverjum skemmtilegum stað. Hér er ekki átt við úrrásarvíkingana frægu, heldur meðaljóninn, menn úr nánast öllum geirum þjóðfélagsins.
Einn þessara manna er t.d. Valberg Helgason, sá sami og kemur fyrir í færslunni um síðustu sjóferð Ásmunds hér fyrir neðan. Hefur Valberg átt í fjórum bátum erlendis og sýni ég nú mynd af tveimur þeirra, annars vegar skútunni Uglu sem skráð er hérlendis og síðan skemmtisnekkjunni Perlu sem skráð er í Þýskalandi, en Valberg á ekki hlut í þeim núna, heldur hefur hann keypt sér inn í aðra sem síðar verður sagt frá.


                                                        1754.  Ugla


                                          Perla © myndir Valberg Helgason