20.06.2010 13:35
Síðustu veiðidagar Ásmunds
Eins og margir vita lést í vetur hinn mikli baráttumaður Ásmundur Jóhannsson í Sandgerði, sem réri trillu sinni til veiða, þrátt fyrir að hafa engan kvóta og að lokum var hann stöðvaður við þá iðju og báturinn innsiglaður í Sandgerðishöfn. Þrátt fyrir það barst aldrei kæra á hann og hafði hann beðið hennar í meira en eitt ár, er hann lést.
Síðustu fimm róðrana sem hann réri var Valberg Helgason með honum og hefur hann nú látið mig hafa myndir úr síðasta róðrinum og birtast sumar þeirra núna, ásamt myndatexta Valbergs.

Ásmundur var mikil aflakló og í fimm róðrum, var siglt á slóð og fengust þar frá 100 og upp í 1200 kíló í veiðiferð sem tók um 10 tíma

Í himnaríkisveðri dag eftir dag storkaði hann kvótakerfinu

Valberg veiddi líka

Svona til að hafa smáhúmor þá var ekki sest við matarborið nema dúklagt væri

Hugguleg heit flugstjóra er eftirmynnilegust þegar hann sagði í talstöð: ,, Ég verð að biðja ykkur að hætta veiðum og halda til hafnar". Sömuleiðis var móttaka annarra yfirvalda jafn hugguleg, nema LÍÚ
© myndir og myndatexti Valberg Helgason, nema myndin af Valbergi, en hana tók Ásmundur Jóhannsson
Síðustu fimm róðrana sem hann réri var Valberg Helgason með honum og hefur hann nú látið mig hafa myndir úr síðasta róðrinum og birtast sumar þeirra núna, ásamt myndatexta Valbergs.

Ásmundur var mikil aflakló og í fimm róðrum, var siglt á slóð og fengust þar frá 100 og upp í 1200 kíló í veiðiferð sem tók um 10 tíma

Í himnaríkisveðri dag eftir dag storkaði hann kvótakerfinu

Valberg veiddi líka

Svona til að hafa smáhúmor þá var ekki sest við matarborið nema dúklagt væri

Hugguleg heit flugstjóra er eftirmynnilegust þegar hann sagði í talstöð: ,, Ég verð að biðja ykkur að hætta veiðum og halda til hafnar". Sömuleiðis var móttaka annarra yfirvalda jafn hugguleg, nema LÍÚ
© myndir og myndatexti Valberg Helgason, nema myndin af Valbergi, en hana tók Ásmundur Jóhannsson
Skrifað af Emil Páli
