19.06.2010 19:43

Skúlaskeið strandaði við Akurey

Af vef Landhelgisgæslunnar:

Farþegabáturinn Skúlaskeið, með 10 farþega um borð auk áhafnar, standaði síðdegis í dag við norðanverða Akurey eða á klettasnös 25 metra frá eynni. Landhelgisgæslan heyrði af óhappinu rás 16, sem er neyðarbylgja fyrir skip og báta og öllum sjófarendum ber skylda til að hlusta á.Talið er að báturinn hafi strandað um kl. 15:30 en um 20 mínútum síðar voru farþegar komnir um borð í farþegabátinn Jökul sem var í nágrenni við bátinn. Einnig var björgunarbáturinn Stefnir frá Kópavogi á svæðinu þegar óhappið varð.

Samvæmt varðstjórum Landhelgisgæslunnar eru nú tveir menn úr áhöfn Skúlaskeiðs um borð í bátnum og er beðið eftir flóði. Háfjara á svæðinu er kl. 18:11 en kl. 20:30 byrjar að flæða að. Verður þá báturinn aðstoðaður við að komast af strandstað en háflóð verður kl. 00:26. Eru nú björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á svæðinu og hefur Ásgrímur S. Björnsson tekið við vettvangsstjórn