15.06.2010 15:53

Áður virðulegt fiskiskip - nú járna- og ruslahrúga

Skipið var löngum virðulegt fiskiskip, lengi vestur á fjörðum, síðar hér á suðvesturhorni landsins, en í dag er það hörmuleg sjón. Hér er verið að tala um niðurrif Valbergs II VE 105 í Njarðvikurslipp, en ef skipið er skoðað frá öðru borðinu er lítið sem mynnir á skip, en á hinu borðinu má sjá svona eftirstöðvar af skipsskrokki. Er ég leit við í dag voru starfsmenn Hringrásar á fullu að tæta skipið niður og gera úr því rusla- og/eða járnahrúgu, eins og sést á þessum myndum.


          Hér mynnir fátt á skip, nema þá helst spilið sem enn stendur á sínum stað


                   Fremst var einu sinni stefnið og þá sést inn í skipið, sem einu sinni var


      Stefnið með gamla flokksbókstaf Framsóknarflokksins  ,,B" híft upp á vörubíl. Vilji menn sjá nánar hvað átt er við um Framsóknarflokkinn, vísa ég á MOLA sem eru með tengil hér á síðunni


      Kannski má segja að héðan frá, mynni eitthvað á skip © myndir Emil Páll. 15. júní 2010