14.06.2010 16:05

Seefalke fylgist með loftrýmiseftirlitinu

Þýska skipið Seefalke sem hefur verið mikið á Stakksfirði undanfarna daga er hluti af loftrýmiseftirliti þjóðverja þessa dagana. Raunar hófst verkefnið með því að flutningaskip losaði þýsk hergögn í Helguvík og síðan um leið og orustuþoturnar komu til Keflavíkurflugvallar kom þýska skipið hingað til lands. Er það eins og gerðist þegar danir sáu um eftirlitið, þá var danskt skip á Stakksfirði allan tímann.




         Þýska skipið Seefalke á Stakksfirði í dag © myndir Emil Páll, 14. júní 2010