14.06.2010 08:44
Í jómfrúarferð til Reykjavíkur
Seabourn Sojourn leggst að Skarfabakka
Skemmtiferðaskipið Seabourn Sojourn kom til Reykjavikur, 11. júni sl, en þetta var jómfrúarferð skipsins. Seabourn Sojourn var smiðað á Ítalíu og skipinu var gefið nafn í Southampton, Englandi á laugardag fyrir rúmri viku, en ofurfyrirsætan Twiggy var guðmóðirin.
Jómfrúarferðin hófst í Southampton en þaðan var haldið til Invergordon í Skotlandi og svo var Þórshöfn í færeyjum heimsótt.
Reykjavik var því þriðja höfn skipsins í ferðinni en héðan var haldið áleiðis til Vestmannaeyja.
Seabourn Sojourn er flokkuð sem snekkja og samkvæmt Cruise Guide Berlitz er skipið flokkað sem 5 stjörnu hótel. Allar káetur eru með svölum og mikill íburður í innréttingum og verðlag er því fremur í hærri kantinum. Samtals geta 450 farþegar ferðast með skipinu sem er 32.000 brúttólestir að stærð.
