13.06.2010 22:00

Dvergur SI 53 / Jón Guðmundsson KE 5

Hér kemur enn einn Svíþjóðarbáturinn, frá 1942, en þó ekki fluttur hingað til lands fyrr en 1945 og var til í 30 ár.


                            Dvergur SI 53 © mynd í eigu Emils Páls




    Jón Guðmundsson KE 5 og aftan við hann sjást Jón Finnsson GK 505 og Guðfinnur KE 32 © myndir í eigu Gylfa Bergmann

Smíðaður í Djupvik, Svíþjóð 1942 og innfluttur 1945. Endurbyggður 1960-1961. Brann 26. mars 1975 út af Þorlákshöfn.

Nöfn: Að fyrsta í Svíþjóð er ekki vitað hvað var, Dvergur SI 53, Jón Guðmundsson GK 517, Jón Guðmundsson KE 5, Fiskaskagi AK 47, Hellisey RE 47, og Sæfari RE 77.