13.06.2010 15:51

Aries Lord

Frá því í janúar sl. hefur Einar Örn Einarsson verið fastráðinn yfirstýrimaður á ARIES LORD, sem nú er í Norðursjó. Hefur hann nú heimilað mér notkun á skemmtilegum myndum úr starfi sínu og til að kynna skipið og veru hans þarna hafði hann þetta að segja:
ARIES LORD er standby/supply/rescue/ oilrec bátur. Erum með afar öflugan FIFI (fire fight) búnað.
Alveg rosalega skemmtilegt skip, hefði gjarnan viljað vera á þessum í gæslunni heima. Hann er smíðaður 1985 í Noregi og mikið til hans vandað í upphafi og hann býr að því enn.

Hér birti ég þrjár myndir frá Einari Erni af Aries Lord og síðan munu fljótlega koma fleiri frá störfum hans ytra. Jafnframt sendi ég Einari Erni kærar þakkir fyrir afnotin af myndunum.






    Aires Lord © myndir Einar Örn Einarsson, sú efsta og neðsta, en sú í miðið er frá MarineTraffic