12.06.2010 22:06
Green Atlantic ex Jökulfell
Tómas Knútsson sendi mér þessa mynd af Green Atlantic sem áður hét Jökulfell, en Tómas var einmitt skipverji á skipinu í rúmlega eitt ár, er það hét Jökulfell. Þegar bróðir hans Björn Ingi tók myndina á Reyðarfirði var einmitt upp á dag liðin 25 ár frá því að Jökulfell kom þangað, en Reyðarfjörður var heimahöfn skipsins.

Green Atlantic ex 1683. Jökulfell, á Reyðarfirði © mynd Björn Ingi Knútsson

Green Atlantic ex 1683. Jökulfell, á Reyðarfirði © mynd Björn Ingi Knútsson
Skrifað af Emil Páli
