12.06.2010 17:20
Ólafur Magnússon KE 25

916. Ólafur Magnússon KE 25 © mynd í eigu Gylfa Bergmann
Í gærkvöldi birti ég mynd úr dánabúi Magnúsar Bergmanns skipstjóra sem sonur hans Gylfi Bergmann sendi mér og nú hefur hann sent mér enn fleiri myndir sem ég mun birta fljótlega ásamt öðrum myndum úr mínu safni af sama báti. En fyrst birti ég aðra mynd af Ólafi Magnússyni, sem er þá viðbót við þá sem ég birt í gær og síðan koma á eftir gamlar myndir af síldveiðum, því næst myndir af Sjómannadegi í Keflavík á sjöunda áratug síðustu aldar og síðan koma myndir frá honum koll af kolli inn á milli nýrra mynda og stundum hver á fætur annarri. Einnig eru nokkrar myndir sem ég veit ekki nöfn á viðkomandi bátum og vonandi eru einhverjir þarna úti meðal lesenda síðunnar sem geta hjálpað mér með nöfn sem þar vantar.
Saga bátsins birtist í gærkvöldi.
Skrifað af Emil Páli
