12.06.2010 00:00
MSC POESIA í Hafnarfirði



Í gærmorgun þ.e. föstudag, kom skemmtiferðaskipið MSC POESIA til Hafnarfjarðar með um 2300 farþega um borð. MSC POESIA er 93.000 tonna skip og um 300 metrar á lengd. Skipið er 11 hæða og rúmar mest 3013 farþega.
Um borð eru um 2.300 farþegar og um 1.800 manna áhöfn. Skipið er í sinni fyrstu ferð til Íslands. Á miðvikudag var það á Akureyri, sl. fimmtudag á Ísafirði og í gærmorgun í Hafnarfirði. Það lagðist að bryggju kl 09:00 og fór aftur kl 18:00. Flestir farþeganna fóru í skipulagðar skoðunarferðir, ýmist 4 eða 8 klst. Þetta er langstærsta skip, sem komið hefur til Hafnarfjarðar hingað til.
Mikið var um að vera við komuna, nemendur vinnuskólans skemmtu farþegum og áhöfn með tónlist og leik. Öllum farþegum var færð táknræn gjöf, hraunmola, frá Hafnarfirði og þannig boðin velkomin til Hafnarfjarðar, bæjarins í hrauninu.



MSC Poesia í Hafnarfjarðarhöfn © myndir Emil Páll, 11. júní 2010
