11.06.2010 22:10

Ólafur Magnússon KE 25

Nú á sjómannadaginn var Bátasafninu í Duushúsum afhent nokkur líkön m.a. líka sem Grímur Karlsson hafði gert af Ólafi Magnússyni KE 25, sem smíðaður var í Dráttarbraut Keflavíkur. Birti ég nú nýjar myndir af líkaninu og um leið ljósmynd af bátnum. Þá ljósmynd færði Gylfi Bergmann mér, en hún er úr dánabúi foreldra hans og mun ég fá að njóta fleiri mynda. Fyrir þá sem ekki vita, þá er Gylfi sonur Magnúsar, heitins Bergmanns sem kenndur var við Fuglavík og var m.a. skipstjóri á Helguvík, Bergvík, Hamaravík o.fl. bátum.


  916. Ólafur Magnússon KE 25 © mynd í eigu Gylfa Bergmanns




        916. Ólafur Magnússon KE 25, líkan eftir Grím Karlsson © myndir Emil Páll, 6.
júní 2010

Smíðanúmer 4 hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf., Keflavík 1946 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Hljóp af stokkum um mánaðarmótin jan/feb 1946. Dæmdur ónýtur 20. jan. 1978.

Nöfn: Ólafur Magnússon GK 525, Ólafur Magnússon KE 25, Þórður Ólafsson SH 140, Auður BA 46 og Ólafur SH 44.