11.06.2010 08:38

Eru þeir á leiðinni í pottinn?

Búið er að færa þrjá gamla, Merke, Sólfara og einn rússneskan yfir á olíubryggjuna í Hafnarfirði. Eins og ég hafði sagt í vetur stendur til að þessir fari í pottinn og því yrði ég ekki hissa þó færsla skipana sé í tengslum við það, því ekki vil ég trúa því að þau eigi að vera þarna til frambúðar, þar sem þeir sjást því nánast allsstaðar þar sem höfnin sést, enda nú yfir miðri mynd.


    1156. Sólfari, Merke og sá rússneski, þar sem þeir eru nú staðsettir í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Emil Páll, 10. júní 2010