11.06.2010 08:32

Grænland - Hafnarfjörður - Grænland

Af vef Hafnarfjarðarhafnar:


                            Naja Arctica © mynd af vef Hafnarfjarðarhafnar

Rúmlega 11.000 tonna farmskipið Naja Arctica kom með dráttarbátinn GRÅDBY frá austurströnd Grænlands til Hafnarfjarðar laugardaginn 29. maí s.l. Systurskip Naja Arctica átti síðan að koma sunnudaginn 6. júní sl og sækja bátinn til að flytja hann tii Sissimiut á vesturströnd Grænlands, þar sem hann mun þjóna fyrirtækjum í námavinnslu og fleiru.
Tækifærið var notað til að hressa aðeins upp á útlit GRÅDBY meðan á dvölinni í Hafnarfirði stóð.


          Dráttarbáturinn í yfirhalningu í Hafnarfirði © mynd af vef Hafnarfjarðarhafnar