09.06.2010 21:00

Myndir frá því í kvöld af strandstaðnum við Sandgerði

Nú undir kvöld strandaði Fjöður GK 90, skammt sunnan við Norðurkot í Sandgerði. Ekki er vitað hvað orsakaði strand bátsins, en hann stendur á réttum kili eins og sést á meðfylgjandi myndum sem ég tók á strandstað. Báturinn hefur sloppið yfir skerjagarðinn og lent upp í sandfjöru. Einn maður var um borð og gekk hann óslasaður í land. Á að reyna í nótt að ná bátnum út, en flóð er um fimm leytið en sökum slæmrar veðurspár á staðnum veður reynt að ná bátnum fyrr út. Er ég fór á strandstað slóst ég í för með Kristjáni Nielsen hjá Sólplasti sem leit aðeins á bátinn og taldi hann ótrúlega lítið skemmdan, þó væri drifið ónýtt.






   6489. Fjöður GK 90, á strandstað í kvöld. Á miðmyndinni sést Kristján í Sólplasti skoða bátinn © myndir Emil Páll, 9. júní 2010