09.06.2010 12:04
Tveir hornfirskir
Hér birtast myndir sem Hilmar Bragason tók af tveimur Hornfirskum sem báðum hefur verið lagt. Bátar þessir eiga það sameiginlegt að hafa á sínum tíma verið í upphafi gerðir út frá Suðurnesjum.
Annar þeirra heitir núna Þórir SF 177, en var að vísu fyrst i Noregi og síðan stuttan tíma í Hafnarfirði, en mestan tímann var sá bátur sem Helga RE 49 og þá landaði oft á Suðurnesjum og var gerð þaðan út á vertíðum. Hinn báturinn Erlingur SF 65, fékk fyrst hálfgert gervinafn Kópanes BA, því hann var ekkert gerður út undir því nafni, en hins vegar var hann gerður út frá Suðurnesjum undir næsta nafni sem var Mummi KE 120.

91. Þórir SF 177, á Hornafirði © mynd Hilmar Bragason
Smíðanúmer 6 hjá Thaules Mek. Verksted, Nygrård, Haugasundi Noregi 1956. Lengdur 1974, Yfirbyggður 1986
Sem Helga Re 49 var báturinn ávallt gerður út frá Suðurnesjum og landaði mest í Keflavík og Grindavík og var m.a. aflahæsti báturinn í keflavík oft á tíðum og að mig minnir undir stjórn Hauks Bergmanns.
Þá var báturinn gerður út á humarveiðar við Eldey, sumarið 2007 og landaði þá reglulega í Grindavík.
Þegar nýr Þórir kom til Hornafjarðar var þessum lagt þ.e. á árinu 2009.
Nöfn: Vigo, Haförninn GK 321, Helga RE 49, Þórir SF 77 og núverandi nafn: Þórir SF 177.

1379. Erlingur SF 65, á Hornafirði © mynd Hilmar Bragason
Smíðanúmer 54 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1974. Yfirbyggður 1986 og lengdur 1994.
Báturinn var smíðaður fyrir Einhamar hf., Bíldudal, en vegna vanskila misstu þeir bátinn og því var systurfyrirtæki, Mumma hf., Rafn hf, Sandgerði fyrsti útgerðaraðili bátins.
Báturinn var 11. af 14 raðsmíðaskipum í flokki 105-150 tonna stálskipa hjá Slippstöðinni.
Nöfn: Kópanes BA 99, Mummi KE 120, Mummi GK 120, Ölduljón VE 130, Dala-Rafn VE 509, Haförn EA 955 og núverandi nafn: Erlingur SF 55
Annar þeirra heitir núna Þórir SF 177, en var að vísu fyrst i Noregi og síðan stuttan tíma í Hafnarfirði, en mestan tímann var sá bátur sem Helga RE 49 og þá landaði oft á Suðurnesjum og var gerð þaðan út á vertíðum. Hinn báturinn Erlingur SF 65, fékk fyrst hálfgert gervinafn Kópanes BA, því hann var ekkert gerður út undir því nafni, en hins vegar var hann gerður út frá Suðurnesjum undir næsta nafni sem var Mummi KE 120.

91. Þórir SF 177, á Hornafirði © mynd Hilmar Bragason
Smíðanúmer 6 hjá Thaules Mek. Verksted, Nygrård, Haugasundi Noregi 1956. Lengdur 1974, Yfirbyggður 1986
Sem Helga Re 49 var báturinn ávallt gerður út frá Suðurnesjum og landaði mest í Keflavík og Grindavík og var m.a. aflahæsti báturinn í keflavík oft á tíðum og að mig minnir undir stjórn Hauks Bergmanns.
Þá var báturinn gerður út á humarveiðar við Eldey, sumarið 2007 og landaði þá reglulega í Grindavík.
Þegar nýr Þórir kom til Hornafjarðar var þessum lagt þ.e. á árinu 2009.
Nöfn: Vigo, Haförninn GK 321, Helga RE 49, Þórir SF 77 og núverandi nafn: Þórir SF 177.

1379. Erlingur SF 65, á Hornafirði © mynd Hilmar Bragason
Smíðanúmer 54 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1974. Yfirbyggður 1986 og lengdur 1994.
Báturinn var smíðaður fyrir Einhamar hf., Bíldudal, en vegna vanskila misstu þeir bátinn og því var systurfyrirtæki, Mumma hf., Rafn hf, Sandgerði fyrsti útgerðaraðili bátins.
Báturinn var 11. af 14 raðsmíðaskipum í flokki 105-150 tonna stálskipa hjá Slippstöðinni.
Nöfn: Kópanes BA 99, Mummi KE 120, Mummi GK 120, Ölduljón VE 130, Dala-Rafn VE 509, Haförn EA 955 og núverandi nafn: Erlingur SF 55
Skrifað af Emil Páli
