09.06.2010 10:32

Tæplega 60 ára gömul systurskip samtímis í Njarðvík og bæði á leið í slipp

Nú liggja við sömu bryggju í Njarðvik tvö systurskip sem smíðuð voru í Þýskalandi 1956 og 1957 og hétu í upphafi Geir KE 1 og Stígandi VE 77, en heita nú Eldey GK 74 og Drífa SH 400, annað er enn í útgerð, en hitt er trúlega að fara í pottinn hérlendis. Hvað um þau bæði eru þau á leið í sama slippinn, þ.e. Njarðvíkurslipp, annað í klippingu en hitt í snyrtingu. Drífa var á rækjuveiðum út af Snæfellsnesi, en fer næst á sæbjúgu, en Eldey var i Vogum þar sem hún hefur legið síðan í haust að hún var dregin úr Sandgerði.


   450. Eldey GK 74 í Njarðvíkurhöfn, en þangað var komið með bátinn í gær og herma fregnir að því að hann fari í Njarðvikurslipp og verður bútaður niður á eftir Valbergi II


    795. Drífa SH 400, í Njarðvikurhöfn, en þetta skip er enn í útgerð © myndir Emil Páll, 8. júní 2010