09.06.2010 09:47
Hvað á að gera?
Að undanförnu hafa orðið miklar breytingar hér á skipasíðunum. Góðar síður eins og síða Óskars Franz og síða Tryggva Sigurðssonar eru komnar í frí í einhvern tíma, en þó mun Tryggvi setja inn myndir svona af og til. Þá veit ég um aðra sem eru að spá í það sama.
En hverjar eru ástæðurnar? Jú, minnkandi þátttaka gesta á síðurnar og mikil fækkun hjá þeim sem tjá sig.
Sumir kenna sumrinu um, en aðrir þeim mikla fjölda af litlum skipasíðum sem sprottið hafa upp að undanförnu og valda því að áhugahópurinn dreifist meira. Varðandi tjáskipin, þá virðist vera samansemmerki milli þeirra sem skrifa mikið með skipunum, þ.e. ef mikið er skrifað, tjá sig færri.
Hvað mig varðar, er ég ekki að fara í frí, nema þegar svona óvænt gerist eins og í gær er bilun varð í símatengingunni, en slíkt getur maður ekki séð fyrir um. Ég hinsvegar spái alvarlega í að loka fyrir tjáskiptin og þá aðallega vegna þess að aðallega er um einhverjar aðfinnslur að ræða en minna um almenna umræðu um viðkomandi skip eða báta. Réttlátar ábendingar til mín eru auðvitað góðar, en ekki aðfinnslur bara til að vera með aðfinnslu.
Því er ég nú kominn að spurningunni, sem gaman væri að fá viðbrögð við, en það er hvað skal gera? Eitt er þó rétt að hafa í huga, en það er að þeir öfáu sem tjá sig eru oftast undir einu prósenti af gestum síðunnar og því spurning hvort maður á nokkuð að vera að spá í þá? Ég á því allt eins von á að mesta lagi ½ % svari núna eða kannski ekki neinn.
Með bestu kveðjum
Emil Páll
