07.06.2010 09:58

As Livadia út af Keflavíkinni og í Helguvík

Fyrir nokkrum dögum birti ég myndir af þessu skip er það var út af Helguvík. Nú birti ég fleiri myndir af skipinu, önnur er tekin sl. laugardag af því út af Keflavíkinni og því mun nær landi og þar með hægt að taka betri mynd af því. Síðari myndin er síðan í gærmorgun, en þá er það komið í Helguvík. Ekki stoppaði skipið þó lengi, því það fór aftur í morgun.


                       As Lavadia úti af Keflavíkinni © mynd Emil Páll, 5. júní 2010


             As Lavadia í Helguvík í gærmorgun © mynd Emil Páll, 6. júní 2010