05.06.2010 15:39

Frá Sjómannadeginum á Höfn

Svafar Gestsson sem nú er staddur á Höfn, þar sem hann heldur sjómannadaginn í ár, sendi mér eftirfarandi myndir og með þeim eftirfarandi lýsingu:

Sjómannadgaurinn er haldinn hátíðlegur hér á Höfn og eru það Jónumenn ásamt áhafnarmeðlimum á Dögg SF sem eru sjómannadagsráð þetta árið Sjómannahóf verður í kvöld í boði Skinneyjar Þinganes og verður vel mætt ef að líkum lætur.

Fyrst verður mætt hjá Guðmundi skipstjóra og tekin smá upphitun fyrir kvöldið og síðan dansað og djammað frameftir nóttu.


                                 Betri helmingur Jónumanna í kappróðri


                       Bjössi stýrimaður og Capt. Guðmundur á Jónu Eðvalds


                2403. Hvanney SF 51, 2731. Þórir SF 77 og 2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250 í hátíðarbúningi á Höfn


        Frá Sjómannadeginum á Höfn í dag, 2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250 í baksýn 
                               © myndir Svafar Gestsson, á Höfn 5. júní 2010