05.06.2010 12:00
Sjómannadagurinn 2010
Efni það sem nú birtist er einskonar syrpa í tilefni sjómannadagsins. En efni síðunnar að öðru leiti í dag og á morgun verður tengt sjómannadeginum, auk annarra mynda að sjálfsögðu. T.d. á ég von á að fá myndir frá Bjarna Guðmundssyni á Neskaupstað sem sýnir er Beitir NK koma í fyrsta sinn undir því nafni til Neskaupstaðar en skip þetta hét áður Margrét EA. Þá er hann kominn í bláa litinn og það þó fullyrt hafi verið á einni skipasíðunni að samkvæmt áreiðanlegum heimildum myndi hann halda rauða litnum. Að auki birtist auðvitað annað efni með. En hvað um það hér birtast táknrænar myndir í tilefni Sjómannadagsins.


Sjóarinn síkáti, þeirra Grindvíkingar er einskonar sambland af sjómannadeginum og byggðarhátíð. Að vísu held ég að mynd þessi sé spegilmynd af merki þeirra, en það skiptir kannski ekki öllu máli.

311. Baldur KE 97, kominn með fána dagsins upp snemma í morgun © mynd Emil Páll, 5. júní 2010

Sjóarinn síkáti, þeirra Grindvíkingar er einskonar sambland af sjómannadeginum og byggðarhátíð. Að vísu held ég að mynd þessi sé spegilmynd af merki þeirra, en það skiptir kannski ekki öllu máli.

311. Baldur KE 97, kominn með fána dagsins upp snemma í morgun © mynd Emil Páll, 5. júní 2010
Skrifað af Emil Páli
