04.06.2010 17:01

Hratt gengur á Valberg II

Hér birti ég tvær myndir sem ég tók kl. 16 í dag af niðurrifi Valbergs II VE 105 í Njarðvíkurslipp og ef þær eru bornar saman við þær myndir sem ég sýndi í morgun hér á síðunni og voru teknar rétt fyrir kl. 9, þá sést að hratt gengur að kurla skipið. Eitt mega þeir Hringrásarmenn þó eiga, en það er að það sem rifið er, er sett jafnóðum í gám og síðan er það flutt í safnstöð fyrirtækisins við Helguvík og því má segja að þetta gamla skip endi feril sinn í Helguvík.




   Staðan á niðurrifi Valbergs í Njarðvíkurslipp kl. 16 í dag © myndir Emil Páll, 4. júní 2010