03.06.2010 20:38
Mikið líf í Sandgerði
Segja má að mikið sé um að vera í Sandgerði þessar vikurnar, er strandveiðibátar og aðrir með skráninganúmerum GK, HF, KE, RE, SU, AK og meira fjölmenna þangað inn. Er aðsóknin svo mikið að dæmi voru um það a.m.k. í dag að þrátt fyrir 5 löndunarkrana, biðu 5 bátar eftir að komast að og skapaðist því löndunarbið. Tók ég fjölmargar myndir af bátum á siglingu að eða frá lönduninni og munu þær birtast næstu daga í bland við annað efni. Eftir miðnætti í nótt birti ég syrpu sem tekin var af bátunum ýmist að bíða eða landa.

Grindjáni, Fjöður og Fengur koma samtímis til Sandgerðishafnar í dag

Löndunarbið i Sandgerði © myndir Emil Páll, 3. júní 2010

Grindjáni, Fjöður og Fengur koma samtímis til Sandgerðishafnar í dag

Löndunarbið i Sandgerði © myndir Emil Páll, 3. júní 2010
Skrifað af Emil Páli
