02.06.2010 20:45

Jón Oddgeir sækir vélarvana bát


     Jón Oddgeir kominn að þeim vélavana í morgun © mynd af vef Landsbjargar

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Sandgerði, Jón Oddgeir, var kallað út um klukkan 9:30 í morgun vegna vélarvana báts sem var staddur um sjö sjómílum NNA af Sandgerði. Einn maður er um borð í bátnum. Björgunarskipið var komið á staðinn um klukkustund eftir að útkall barst og dró bátinn til hafnar í Sandgerði.

Kemur þetta fram á vef Landbjargar.


         Jón Oddgeir kemur með bátinn til Sandgerðis í dag © mynd Smári á 245.is