29.05.2010 08:49

Hansa, Addi afi, Sólborg I, Kiddi Lár

Fjórir bátar standa nú utandyra á athafnarsvæði Sólplasts ehf., í Sandgerði og tveir eru innandyra. Búist er við að viðgerðum og viðhaldi á fjórm þeirra ljúki á næstu dögum og sumum á allra næstu vikum. En tveir eru í einskonar geymslu og er engin tímasetning komin á því,enda ekkert verið að vinna við þá. Hér birti ég myndir af þeim sem eru utandyra, en í gær komu á planið í gær komu Hansa GK 106 og Addi afi GK 62, en þeir munu stoppa stutt og inni eru Vinur GK 96 og Tryggvi Eðvarðs SH 2, en sá síðarnefndi verður sjósettur eftir helgi og hin fljótlega líka. Þá sjásta á myndunum tveir sem í raun eru í geymslu því ekkert eru unnið við þá, þetta eru Sólborg I GK 61 og Kiddi Lár GK 501


             Þessir komu í gær, 6882. Addi afi  GK 62 og 6120. Hansa GK 106


    6882. Addi afi GK 62, 6120. Hansa GK 108, 1943. Sólborg I GK 61 og 2501. Kiddi Lár GK 501 © myndir Emil Páll, 28. maí 2010