29.05.2010 00:00

Víðir Trausti EA 517 / Gæfa VE 11 / Blíða KE 17

Hér er á ferðinni innlend smíði sem lítið hefur verið gerður út síðustu mánuði en er nú að hefja útgerð á nýju. Hér birtist saga hans í máli og myndum og síðan smá myndasyrpa sem ég tók af honum er hann kom úr slipp í Njarðvik nú í vikunni og hélt út á Ytri-höfnina til að stilla kompásinn.


                       1178. Víðir Trausti EA 517 © mynd Snorrason


                       1178. Víðir Trausti EA 517 © mynd Þorgeir Baldursson


                                    1178. Gæfa VE 11 © mynd Jón Páll


    1178. Gæfa VE 11, við bryggju í Keflavík © mynd Emil Páll, 16. desember 2009


          1178. Blíða KE 17, við bryggju í Keflavík © mynd Emil Páll, í janúar 2010


    









                1178. Blíða KE 17, í Njarðvík © myndir Emil Páll, 27. maí 2010

Smíðaður hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf., Seyðisfirðir 1971, Lengdur 1988.

Lá í Vestmannaeyjum smá tíma haustið 2009 og kom síðan til Keflavíkur í byrjun desember 2009 og var þar við bryggju þar til hann fór rétt fyrir áramótin í Njarðvíkurslipp og kom þaðan með nýtt nafn Blíða KE 17, miðvikudaginn 27. janúar 2010 og eftir að hafa verið búinn að liggja í Keflavík smátíma sigldi hann til Hafnarfjarðar þar sem hann lá þar til hann fór aftur í Njarðvíkurslipp í maí 2010 og síðan eftir að hann kom þaðan nú fyrir nokkrum dögum átti hann að fara á veiðar.

Nöfn: Víðir Trausti EA 517, Víðir Trausti SF 517, Gæfa VE 11 og núverandi nafn: Blíða KE 17.