28.05.2010 19:36

Hansa GK 106 kominn til Sólplasts til viðgerðar

Hansa GK 106 sem fékk á sig brotsjó í gærmorgun út af Garðskaga, var í dag tekinn á land og fluttur á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði. Ljóst er að skipta þarf um rúður í stýrishúsinu, tæki og laga rafmagnið. Svo báturinn missi ekki af öllu strandveiðunum í ár er hraðinn hafður á og er þegar búið að útvega rúður í bátinn.






    6120. Hansa GK 106, á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði síðdegis í dag, en búið er að líma fyrir brotnu rúðurnar © myndir Emil Páll, 28. maí 2010