28.05.2010 19:25

Vassana KÓ: Drifið fór í reynslusiglingunni

Eigum við ekki að vona að málshátturinn  FALL ER FARARHEILL eigi við varðandi bátinn sem ég sagði frá í gær að hefði verið sjóettur og bæri nafnið Vassana KÓ 252. Því er reynslusiglingu var að ljúka í dag vildi ekki betur til en að drifið fór og bátinn tók að reka í átt að landi, en hann var nánast kominn að Grófinni í Keflavík. Tók ég mynd af bátnum og sýnir hún forráðamann skipasmíðastöðvarinnar úti á dekki við að hringja eftir hjálp, en skömmu síðar kom Óskar KE 161 og dró bátinn í Grófina. Aðrar myndir voru teknar í kvöld er báturinn var tekin á land til viðgerðar.


   6214. Vassana KÓ 252, vélavana í reynslusiglingunni í dag. Forráðamaður skipasmíðastöðvarinnar að hringja á hjálp


                      6214. Vassana KÓ 252, tilbúinn til upptöku í Grófinni í kvöld


     6214. Vassana KÓ 252, tekin á land í Grófinni nú um kvöldmatarleytið © myndir Emil Páll, 28. maí 2010