28.05.2010 16:48
Makrílveiðar á færi
Vart hefur það farið fram hjá áhugamönnum um sjómennsku, að bátar sem legið hafa lengi eru nú ýmist komnir til veiða eða eru á leið í drift að nýju. Nægir að nefna Hallgrím BA 77, sem lengið hefur lengi í Reykjavíkurhöfn og er nú farinn til rækjuveiða. Þá hefur það lekið út að Blíða KE 17 sé að fara á makrílveiðar á færi. Þannig að það eru ekki bara strandveiðarnar sem hafa þau áhrif að bátar sem ekki hafa verið í drift lengi fara nú í gang.
Þessu til viðbótar, þá er bátur sem hefur verið í fullri drift að fara nú á lúðuveiðar, en það er Maron GK 522.
Varðandi Blíðu KE 17, þá tók ég í gær góða myndasyrpu af bátnum er hann kom úr slipp í Njarðvik og fór út á ytri - höfnina til að stilla kompásinn. Mun ég birta þetta eftir miðnætti um leið og ég fjalla um sögu bátsins í máli og myndum.

1178. Bíða KE 17, í Njarðvik í gær © mynd Emil Páll, 27. maí 2010
Þessu til viðbótar, þá er bátur sem hefur verið í fullri drift að fara nú á lúðuveiðar, en það er Maron GK 522.
Varðandi Blíðu KE 17, þá tók ég í gær góða myndasyrpu af bátnum er hann kom úr slipp í Njarðvik og fór út á ytri - höfnina til að stilla kompásinn. Mun ég birta þetta eftir miðnætti um leið og ég fjalla um sögu bátsins í máli og myndum.

1178. Bíða KE 17, í Njarðvik í gær © mynd Emil Páll, 27. maí 2010
Skrifað af Emil Páli
