27.05.2010 00:00
Guðmundur Jónsson GK 475 / Breki VE 61 / Breki KE 61
Þessi togari er innlend smíði frá árinu 1976 og er að best ég veit enn þá til, en þó erlendis.

1459. Guðmundur Jónsson GK 475 © mynd í eigu Emils Páls

1459. Guðmundur Jónsson GK 475 © mynd úr Ægir

1459. Breki VE 61 © mynd Þór Jónsson

1459. Breki VE 61 © mynd Jón Páll 2002

1459. Breki VE 61 © mynd Snorrason

1459. Breki KE 61, í Njarðvík © mynd Emil Páll

1459. Breki KE 61, í Keflavík © mynd Emil Páll

1459. Breki KE 61, erlendis eftir sölu þangað
© mynd Björnar Henningsen, Shipspottos

1459. Breki KE 61, í höfn í Melbú, Noregi eftir að hafa verið seldur úr landi © mynd frá 2007, í eigu Emils Páls
Smíðanúmer 57 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1976 eftir teikningu Bárðar Hafsteinssonar og Ólafs H. Jónssonar.
Skipið var upphaflega smíðað fyrir Álftafell hf., Stöðvarfirði, en þeir hættu við vegna skorts á fyrirgreiðslu. Skipinu var hleypt af stokkum 29. febrúar 1976 og var þá talið lang fullkomnasta fiskiskip íslendinga. Var það afhent 3. júli 1976 og kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Sandgerði 23. júli 1976 og var þá fyrsti togarinn sem hafði þar heimahöfn.
Skipið átti að heita Jón Garðar, og voru gerðir upphleyptir starfi með því nafni á bóg skipssins, en á síðustu stundu var nafninu breytt.
Endurbyggður hjá Slippstöðinni á Akureyri 1978, eftir bruna í Slippstöðinni fyrr sama ár. Lengdur 1988.
Seldur úr landi til Noregs í byrjun febrúar 2007. Lá í höfn í Melbú í Noregi fyrsta árið eftir söluna og þá ennþá með merkinguna Breki KE 61.Gert síðan út af norsku fyrirtæki en með heimahöfn í Munrmansk, Rússlandi.
Nöfn: Guðmundur Jónsson GK 475, Breki VE 61, Breki KE 61 og núverandi nafn Breki.

1459. Guðmundur Jónsson GK 475 © mynd í eigu Emils Páls

1459. Guðmundur Jónsson GK 475 © mynd úr Ægir

1459. Breki VE 61 © mynd Þór Jónsson

1459. Breki VE 61 © mynd Jón Páll 2002

1459. Breki VE 61 © mynd Snorrason

1459. Breki KE 61, í Njarðvík © mynd Emil Páll

1459. Breki KE 61, í Keflavík © mynd Emil Páll

1459. Breki KE 61, erlendis eftir sölu þangað
© mynd Björnar Henningsen, Shipspottos

1459. Breki KE 61, í höfn í Melbú, Noregi eftir að hafa verið seldur úr landi © mynd frá 2007, í eigu Emils Páls
Smíðanúmer 57 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1976 eftir teikningu Bárðar Hafsteinssonar og Ólafs H. Jónssonar.
Skipið var upphaflega smíðað fyrir Álftafell hf., Stöðvarfirði, en þeir hættu við vegna skorts á fyrirgreiðslu. Skipinu var hleypt af stokkum 29. febrúar 1976 og var þá talið lang fullkomnasta fiskiskip íslendinga. Var það afhent 3. júli 1976 og kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Sandgerði 23. júli 1976 og var þá fyrsti togarinn sem hafði þar heimahöfn.
Skipið átti að heita Jón Garðar, og voru gerðir upphleyptir starfi með því nafni á bóg skipssins, en á síðustu stundu var nafninu breytt.
Endurbyggður hjá Slippstöðinni á Akureyri 1978, eftir bruna í Slippstöðinni fyrr sama ár. Lengdur 1988.
Seldur úr landi til Noregs í byrjun febrúar 2007. Lá í höfn í Melbú í Noregi fyrsta árið eftir söluna og þá ennþá með merkinguna Breki KE 61.Gert síðan út af norsku fyrirtæki en með heimahöfn í Munrmansk, Rússlandi.
Nöfn: Guðmundur Jónsson GK 475, Breki VE 61, Breki KE 61 og núverandi nafn Breki.
Skrifað af Emil Páli
