26.05.2010 22:20
Gáfu byggðasafninu Hermóð
bb.is | 26.05.2010 | 15:50Gáfu Byggðasafninu Hermóð
Gísli Jón og Sverrir Hermannssynir hafa ákveðið að gefa Byggðasafni Vestfjarða bátinn Hermóð ÍS 482. Báturinn var smíðaður af Fal Jakobssyni árið 1928. Bræðurnir vildu gera afnotasamning við safnið um að þeir fái samt sem áður að nýta sér bátinn til siglinga svo fremi að það stangist ekki á við nýtingu safnsins á bátnum. Frá þessu var greint á fundi stjórnar Byggðasafnsins þar sem einnig kom fram að bræðurnir muni að auki leggja fram einhverja fjármuni til viðhalds á bænum. Stjórnin lýsti yfir ánægju sinni með fyrirkomulagið og þakkaði höfðinglega gjöf.
HEIMILD bb.is
Skrifað af Emil Páli
