26.05.2010 00:00

Suðurnes KE 12 / Fontur ÞH 255 / Siglfirðingur SI 150

Keyptur fimm ára hingað til lands og var fyrst gerður út frá Keflavík en aðeins í tæp 2 ár, eftir það átti hann tvö íslensk nöfn áður en hann fór erlendis.


        1407. Suðurnes KE 12, í Keflavík © mynd Emil Páll í mars 1974


    1407. Suðurnes KE 12, í fyrsta sinn við bryggju í heimahöfn sinni Keflavík © mynd Emil Páll, 19. mars 1974


                   1407. Fontur ÞH 255 © mynd Bosuns Watch á árunum 1976-1979


                            1407. Siglfirðingur SI 150 © mynd úr Ísland 1990


                        1407. Siglfirðingur SI 150 © mynd Þór Jónsson


                   1407. Siglfirðingur SI 150 © mynd Snorrason


                        1407. Siglfirðingur SI 150 © mynd Þorgeir Baldursson


  1407. Siglfirðingur SI 150 © mynd Guðmundur St. Valdimarsson í júní 1996

Smíðanúmer 36 hjá Storviks Mek. Verksted A/S, Kristjansund Noregi 1969. Kom í fyrsta sinn til Keflavíkur 19. mars 1974. Lengdur og endurbættur Þýskalandi 1986. Breytt 1984 í frystiskip hjá Slippstöðinni hf. Akureyri.

Skráður í Suður-Afríku 1999, en í eigu íslenskra aðila. Aftur skráður hér heima síðar sama ár og þá til ársins 2000. Eftir það með heimahafnir í Suður-Afríku og Litháen, en í eigu íslenskra og/eða sænskra fyrirtækja, m.a. fyrirtækja sem Siglfirðingur hf., átti hlutdeild í og 2004 var hann seldur til Rússlands og eftir það veit ég ekkert um togarann.

Nöfn:Vålöy F9V, Suðurnes KE 12, Fontur ÞH 255, Siglfirðingur SI 150, Asanda, síðan aftur Siglfirðingur SI 150 og aftur Asanda.