25.05.2010 17:58
Helen Guard sett í farbann
Við hafnarríkiseftirlit á Seyðisfirði þann 19. maí var skipið HELEN GUARD sett í farbann vegna ástands skips og öryggisbúnaðar og þess að ekki tókst að framvísa neinum skírteinum.
Samkvæmt gögnum sem fundust um borð er skipið 100 brúttótonn og rétt rúmir 21 metrar að skráningarlengd, smíðað árið 1968 í Þýskalandi og skráð þar þar til það var afskráð árið 2002. Þótt skipið sé merkt Kingstown fundust ekki gögn um borð því til staðfestingar.
Farbannið verður í gildi þar til lögmætum gögnum hefur verið framvísað og úrbætur gerðar á skipi og búnaði
Helen Guard, á Seyðisfirði © myndir af vef Siglingamálastofnunar
