25.05.2010 00:00
Dröfn BA 28 / Dagný ÍS 34 / Skvetta SK 7
Einn af þeim bátum sem gengu undir nafninu Bátalónsbátar og var um að ræða 11 tonna furu og eikarbáta og var þessi með þeim síðustu sem smíðaðir voru og er jafnframt með þeim síðustu sem enn eru til á skipaskrá. En mér telst svo til að í raun séu fjórir Bátalónsbátar til ennþá, tveir óbreyttir á skrá og einn sem orðinn er frambyggður, en sá fjórði hefur verið tekinn af skrá en er geymdur í húsi.
1428. Dröfn BA 28 © mynd í eigu Emils Páls
1428. Dagný ÍS 34 © mynd Skerpla
1428. Skvetta SK 7, í höfn á Hofsósi © mynd Þorgeir Baldursson
1428. Skvetta SK 7, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll, 24. maí 2010
1428. Skvetta SK 7, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll, 24. maí 2010
Smíðanúmer 430 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1975.
Bátur þessi var með þeim síðustu í raðsmíði 11 tonna báta hjá Bátalóni, sem smíðaðir voru úr furu og eik og telst mér til að í dag séu aðeins þrír bátar enn til á skrá og einn að auki sem tekinn hefur verið af skrá, en er geymdur inni í húsi þar sem vel er hugsað um hann. Af þessum þremur sem enn eru á skrá eru tveir óbreyttir, en sá þriðji hefur verið breytt í frambyggðan bát.
Á myndinni hér að ofan af Dagný ÍS 34, liggja þeir einmitt saman á Ísafirði, þeir tveir óbreyttu sem enn eru til, annar með tréhúsi en hinn með álhúsi.
Skvetta kom í fyrsta sinn til Njarðvíkur á hvítasunnudag, 23. maí 2010, en eigandi hans flutti með hann þangað, frá Hofsósi.
Nöfn. Dröfn BA 28, Dagný ÍS 34, Dagnýs ST 11 og núverandi nafn: Skvetta SK 7.
