24.05.2010 12:43

Síðast smíðaði Bátalónsbáturinn, Skvetta SK 7 komin til Njarðvíkur

Í gær kom til Njarðvíkur trébáturinn Skvetta SK 7, eftir 40 tíma siglingu frá Hofsósi. En eigandi bátsins hefur flutt sig til Reykjanesbæjar og kom nú með bátinn líka. Bátur þessi sem er síðasti báturinn sem Bátalón smíðaði í röð svonefndra Bátalónsbáta að sögn núverandi eiganda og  var smíðaður þar 1975 og hefur síðan verið gerður út hér og þar um landið, en hefur þó legið í höfninni á Hofsósi í nokkur ár, m.a. vegna tjóns á stefni bátsins árið 2008. Mun báturinn fara í slipp í Njarðvík þar sem gert verður við hann og hann snurfustaður hátt og lágt.




     1428. Skvetta SK 7, í höfn í Njarðvik í morgun © myndir Emil Páll, 24. maí 2010