24.05.2010 00:00

Trausti ÍS 300 / Guðmundur í Tungu BA 214 / Sveinborg GK 70 / Sveinborg SI 70 / Þorsteinn EA 610

Sex ára gamall var þessi togari fluttur inn til landsins og þegar aðeins eitt ár vantaði í að hann væri fjórðungs aldar gamall, skemmdist hann illa í ís á miðunum og var þá lagt og nokkrum árum síðar afskráður og seldur í brotajárn til Írlands, en sökk á leiðinni þangað.


                    1393. Trausti ÍS 300 © mynd Snorrason


    1393. Guðmundur í Tungu BA 214 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Óli Rafn Sigurðsson


                        1393. Sveinborg GK 70 © mynd Snorrason


                               1393. Sveinborg GK 70 © mynd Þór Jónsson


                               1393. Sveinborg SI 70 © mynd Þór Jónsson


                    1393. Þorsteinn EA 610 © mynd Hafþór Hreiðarsson

Smíðanúmer 8 hjá Sterkoder Mek. Verksted A/S, Kristiansund, Noregi 1968.

Skemmdist mikið er hann lenti í ís á Reykjafjarðaráli 1988. Var þá lagt á Akureyri og var afskráður 28. október 1992. Seldur í brotajárn til Belfast á Norður-Írlandi i nóv. 1992, en sökk á leiðinni, SV af Færeyjum, 11. des. 1992, en hafði þá verið í drætti hjá dráttarbátnum Hvanneyri.

Nöfn. Nord Rollines T-3-H, Trausti ÍS 300, Guðmundur í Tungu BA 214, Sveinborg GK 70, Sveinborg SI 70 og Þorsteinn EA 610.