23.05.2010 22:39

Keflvíkingur GK 400

Snorri Birgisson, sendi mér þessar myndir úr ættarsafni fjölskyldunnar af Keflvíkingi GK 400. Sér hann ekki betur en að þarna sé verið að gera bátinn út frá Eskifirði á þessu tímabili og að trúlega hafi það  tengst ,,hákarla-Guðjóni" heitnum, sem var ömmu bróðir hans.

Sendi ég Snorra kæra þakkir fyrir og bæti við fyrir neðan myndirnar sögu bátsins.












   Keflvíkingur GK 400 © myndir úr einkasafni, teknar á fimmta áratug síðustu aldar

Smíðaður í Skipasmíðastöð Péturs Wigelunds í Innri-Njarðvík 1940, eftir teikningu Péturs sem jafnframt sá um smíði bátsins. Brann og sökk 80 sm. NV af Garðskaga 16. júlí 1951.

Báturinn hljóp af stokkum 28. febrúar 1940. Var hann á þeim tíma stærsta tréskipið sem smíðað hafði verið á Suðurnesjum og er trúlega enn, þar sem hann mældist 70 tonn að stærð.

Fyrsta íslenska skipið sem notaði gúmibjörgunarbát, en það gerðist þegar báturinn sökk 1951.

Nöfn: Keflvíkingur GK 400 og Keflvíkingur KE 44.