23.05.2010 16:57
Skarðsstöð á Skarðsströnd í Dölum
Konungur þjóðveganna, kallar Jóhannes Guðnason sig, en hann er einnig þekktur sem Jóhannes á fóðurbílnum, en í 30 ár hefur hann ekið fóðurbílnum og landið þvert og endilangt og haft myndavélina meðferðis og birt myndir úr ferðunum á Facebook-síðu sinni. Þann 17. maí sl. rakst hann á höfn, sem ég vissi ekki um, og ekki hann heldur. Fékk ég að birta fjórar myndir frá þessum stað og er texti þessa brandarakarls undir myndunum eins og hann hafði það á fésinu. Sendi ég honum kærar þakkir fyrir.
Skarðstöð á Skarðströnd í Dölum. Þar hafði konungur þjóðveganna keyrt fram hjá í 30 ár með fóður, en aldrei vitað um þessa sögufrægu höfn fyrri tíma, enda sést hún ekki frá aðalveginum. Oft hefur hann að vísu séð skilti merkt Skarðsstöð, en ekki gert sér grein fyrir að þarna væri bryggja, fyrri tíma, en þangað hafði verið siglt með matvörur fyrir þá í Saurbæ og nágrenni, en að hans sögn er þarna ótrúlega fallegt.
Tekið frá höfninni á Skarðsstöð á Skarðsströnd í Dölum, þarna sem sést í Grafarfjallið er vegurinn, eins og þið sjáið er höfnin frekar niðurgrafinn, svo það var ekki skrýtið að konungur þjóðveganna vissi ekki af þessari höfn, en afleggjarinn er beint á móti bænum Skarð á Skarðsströnd.
Tekið frá höfnin Skarðsstöð á Skarðsströnd, jahá þetta vissi Jóhannes á fóðurbílnum ekki, eftir að hafa keyrt þarna framhjá í 30 ár, eins gott að maður finni ekki eitthvað sem maður veit ekki um fallegar konur, hahahahahahahahaha.
Innsiglingin er frekar þröng þarna inn á Skarsstöð á Skarðsströnd í Dölum, þarna sést í olíukálf, þar hefur sennilega gamli Baldur komið með vörur fyrr á tíma, því ekki hefur hann geta siglt inn að bátabryggunni
© myndir og myndatexti: Jóhannes Guðnason, konungur þjóðveganna, 17. maí 2010
