19.05.2010 19:29
Dala-Rafn VE 508 og Vestmannaey VE 444
Feðgarnir Ragnar Emilsson, skipstjóri á Eyrarbakka og faðir hans Emil Ragnarsson hafa veitt mér aðgang að miklum fjölda dýrgripa í formi mynda af skipum, sem finna má einnig á síðu Ragnars og í dag birti ég fyrstu myndina frá nafna mínum Emil Ragnarssyni og nú kemur mynd frá Ragnari. Sendi ég þeim feðgum bestu þakkir fyrir þetta. Myndir Ragnars eru flestar eða allar úr nútímanum, en myndir Emils nokkra tuga ára gamlar og því mjög skemmtilegar einnig. En nokkrar myndir hafa áður komið frá Ragnari hingað á síðuna.

2755. Dala-Rafn VE 508 og 2444. Vestmannaey VE 444, í Vestmannaeyjum © mynd Ragnar Emilsson

2755. Dala-Rafn VE 508 og 2444. Vestmannaey VE 444, í Vestmannaeyjum © mynd Ragnar Emilsson
Skrifað af Emil Páli
