19.05.2010 13:39

Auðunn dró Sægrím að bryggju

Sægrímur GK var sjósettur í morgun í Skipasmíðastöð Njarðvíkur eftir viðhaldsvinnu þar sem báturinn var smekklega málaður. Eftir að bátnum hafði verið rennt niður tók hafnsögubáturinn Auðunn hann í tog og dró að bryggju í Njarðvík. Birtist hér smá myndasyrpa sem ég tók í morgun.


             2101. Sægrímur GK 525, kominn út úr húsi og tilbúinn til sjósetningar


    2101. Sægrímur kominn á flot og 2043. Auðunn kominn til að draga hann að bryggju


          2043. Auðunn á leið með 2101. Sægrím GK 525 að bryggju í Njarðvik 
                                     © myndir Emil Páll, 19. maí 2010